Náttúrufræðistofnun Íslands
Náttúrufræðistofnun er ríkisstofnun sem heyrir til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins og hefur umsjón með rannsóknum og vöktun íslenskrar náttúru. Vefsíða stofnunarinnar var uppfærð hnökralaust úr Drupal 7 í Drupal 9, fékk nýtt útlit og öflugri leitarvél til að gera upplýsingar aðgengilegri.
Hvað er NÍ?
Náttúrufræðistofnun er ríkisstofnun sem heyrir til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins og hefur umsjón með fjölbreyttum rannsóknum og vöktun íslenskrar náttúru. Helsta hlutverk NÍ er að standa fyrir rannsóknum á sviði dýra-, grasa- og jarðfræði. Í því felst að skrásetja og flokka lífríki landsins og varðveita upplýsingarnar í víðtækum vísindagagnagrunnum.
Mikill þáttur í starfi NÍ er að vakta og meta verndargildi náttúrusvæða, tegunda, vistgerða og jarðmyndana og sinna ráðgjöf um verndun og nýtingu náttúrunnar. Stofnunin sér einnig um að gefa út válista (Red Lists), skrá náttúrufyrirbæri og viðhalda Náttúruminjaskrá.

Hvaða vandamáli stóð viðskiptavinurinn frammi fyrir?
Eldra kerfi NÍ, sem keyrt var á Drupal 7, var að hluta til úrelt og kominn var tími á að uppfæra það svo hægt væri að innleiða nútímalega virkni og eiginleika. Hönnunina þurfti einnig að uppfæra til að gera síðuna farsímavæna og aðgengilega.
Einn af helstu eiginleikum NÍ-síðunnar eru umfangsmikil Biota-gögn, en þetta eru yfirgripsmiklir gagnagrunnar vísindarannsókna þar sem allar lífverur á Íslandi eru flokkaðar. Nauðsynlegt var að endurskoða leitarvirknina til að gera þessar verðmætu upplýsingar aðgengilegri og til að bæta heildarupplifun notenda.
Hvernig gátum við aðstoðað?
Hönnunarteymi 1xINTERNET bjó til ferska, nútímalega hönnun byggða á eldri vefsíðunni þar sem stikl (e. navigation) var endurskoðað og notendaupplifun bætt. Við uppfærðum kerfið í Drupal 9, fluttum efni af gömlu Drupal 7 síðunni og endurskipulögðum efnið til að bæta aðgengi að upplýsingum. Nýja vefsíðan er hraðari, sveigjanlegri og aðgengilegri í farsímum.
Mikilvægasti eiginleiki vefsíðunnar er háþróuð leitarvél sem er útfærð með ElasticSearch. BIOTA leitin gerir notendum kleift að sía leitarskilyrði eftir dýraríki, plöntum, sveppum og öllum landfræðilegum upplýsingum um friðlýst svæði á Íslandi. Gríðarlegt magn mikilvægra vísindagagna úr mörgum gagnagrunnum hefur verið gert aðgengilegra fyrir notendur.
Ritstjórnarupplifunin var einnig bætt til muna í nýja Drupal umhverfinu, handvirk ritstjórn gerð skilvirkari og starfsfólk NÍ getur nú uppfært og viðhaldið efni á einfaldan hátt. Við gerðum einnig athyglisverðar breytingar í þýðingareiginleika core módúlsins, sem einfaldaði allt þýðingarferlið.

Helstu eiginleikar verkefnisins
Aðgengileg hönnun
Nýja hönnunin er aðgengileg á öllum tækjum, sem tryggir sömu upplifun fyrir bæði tölvu- og farsímanotendur. Bætt valmynd og stikl hefur einnig haft í för með sér náttúrulega og þægilega notendaupplifun.
Drupal 9 uppfærsla
Úrelt Drupal 7 umhverfi uppfært í nýjustu Drupal 9 útgáfuna. Þessi uppfærsla veitti NÍ öflugt og öruggt CMS-kerfi, sem býður upp á bætta frammistöðu, sveigjanleika og stækkunarhæfni.
Öflugri leitarvél með ElasticSearch
Við notuðum ElasticSearch BIOTA-leitina en hún þurfti að vera bæði öflug og skilvirk. Þetta gerði notendum kleift að fá aðgang að viðeigandi upplýsingum á skilvirkari hátt, en við samþættum einnig við utanaðkomandi gagnaveitur fyrir víðtækari leitarniðurstöður.
Betri ritstjórnarupplifun
Gerðar voru verulegar endurbætur á upplifun ritstjóra til að auðvelda efnisstjórnun. Nýja Drupal umhverfið býður upp á leiðandi viðmót og einfaldara verkflæði.
Skilvirkara þýðingarferli
Einfaldað þýðingarferli með nýtingu core módúla, sem auðveldar starfsfólki NÍ umsjón með fjöltyngdu efni. Þessar breytingar gera þeim kleift að þýða efni hnökralaust og auðvelduðu þar að auki viðhald á fjöltyngdum þáttum vefsíðunnar.
Frá viðskiptavininum
“Við leggjum áherslu á að vefurinn okkar sé notendavænn og aðgengilegur. Sérfræðingar NÍ miðla af þekkingu sinni um náttúru Íslands og er mikilvægt að vefurinn sé traustur og í uppfærðu og öruggu umhverfi”.
Anna Sveinsdóttir, Sviðsstjóri vísindasafna og miðlunar hjá NÍ

Hvers vegna varð Drupal fyrir valinu?
NÍ valdi Drupal vegna þess að kerfið er byggt á opnum hugbúnaði og hægt að samþætta það við önnur kerfi. Þegar ljóst var að þyrfti að uppfæra úr Drupal 7 kom ekki annað til greina en að uppfæra því reynsla af notkun Drupal var góð og ánægja með þjónustuaðila. Því var auðveld ákvörðun að halda áfram með Drupal og uppfæra í nýjustu útgáfuna til að geta nýtt alla nýjustu virkni.
Drupal er einstaklega sveigjanlegt kerfi, sem gerir það að verkum að samþætting við ElasticSearch gekk smurt. Þessi samþætting auðveldaði alla meðhöndlun Biota gagnanna og veitti notendum betri leitarupplifun. Hæfni Drupal til að meðhöndla skipulögð gögn og samþætta við utanaðkomandi gagnagrunna spilaði stóran þátt í því að kerfið varð fyrir valinu.
Fleiri verkefni
Umwelttechnik BW GmbH

Unity Blog - Fjöltyngt blogg
