Niggemann - heildsöluaðili matvæla B2B vefverslun

Atvinnugrein
Smásala
Lausn
Vefverslanir
Tækni
Drupal, Elasticsearch

ÁSKORUNIN

Niggemann Food Frischemarkt GmbH, heildsöluaðili ferskra matvara í Þýskalandi, varð hluti af Transgourmet Group og þurfti að styrkja ásýnd sína á netinu til að veita betri þjónustu til viðskiptavina. Markmið þeirra var að búa til nútímalega B2B vefverslun sem studdi við einstaka vörumerkja ímynd fyrirtækisins, um leið og hún samræmdist stafrænni stefnu Transgourmet.

LAUSNIN

Fullbúin netverslun sérsniðin að kröfum B2B heildsölu. Þjálfun og aðstoð við notkun síðunnar til að gera starfsfólki Niggemann kleift að stjórna kerfinu sjálft þegar síðan var komin í loftið. Vefsíðan var sett upp á þann hátt að öll rakning á heimsóknum og  SEO virkar fullkomlega  til að hámarka sýnileika og frammistöðu síðunnar.

ÚTKOMAN

Vel heppnuð útfærsa á nýrri B2B vefverslun gerði Niggemann kleift að efla stafræna ásýnd sína og veita viðskiptavinum sínum betri þjónustu. Hönnunin heldur í sérkenni vörumerkisins á meðan hún samræmist alþjóðlegu vörumerki Transgourmet. Með SEO uppfærslu jókst sýnileiki og árangur vefsíðunnar verulega.

VIÐSKIPTAVINURINN

Niggemann Food Frischemarkt GmbH

Niggemann Food Frischemarkt er þýskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í heildsölu á ferskvöru. Með áherslu á að veita ferskar og hágæða vörur með tveggja hólfa kælikerfi er mottó þeirra „Enginn getur verið ferskari“ eða “Nobody can be fresher”.

Niggemann hefur fest sig í sessi sem öflugur aðili á markaðnum, með flota af vörubílum sem dreifa ferskvöru um Þýskaland, þar sem kjarnasvæði þeirra er Ruhr-héraðið. Fyrirtækið starfar sem heildsali og útvegar fjölbreytt úrval af ferskvöru til veitingastaða, smásala og annarra fyrirtækja í matvælageiranum.

Niggemann var keypt af Transgourmet árið 2018 til að styrkja stöðu sína á ferskvöru markaðnum og mæta betur mikilli eftirspurn viðskiptavina eftir ferskleika og gæðum. Fyrirtækið er staðráðið í að veita framúrskarandi þjónustu og viðheldur ströngu gæðaeftirliti í allri aðfangakeðju sinni til að tryggja að aðeins ferskustu vörurnar nái til viðskiptavina.

Skjámynd af forsíðu Niggemann vefsíðunnar
VERKEFNIÐ

Fullbúin B2B vefverslunar lausn

Verkefnið snérist um að þróa öfluga B2B vefverslun til að styðja við heildsölu starfsemi Niggemann. Með Drupal sem grunn var vefurinn hannaður með notandann í huga, auðveldur í notkun og að fullu aðlagaður að þörfum nútíma vafra. Hönnunin var í takt við stefnu Transgourmet en hélt samt sérstöðu vörumerkisins, Niggemann.

Fyrir utan tæknilega útfærslu fór teymi Niggemann í gegnum þjálfun, sem kenndi þeim nauðsynleg atriði til að stjórna vefversluninni eftir opnun.

Sérsniðnar lausnir fyrir B2B markaðinn voru settar inn í kerfið, þar á meðal vöruflokkun, fullkomnir leitar fítusar og einfalt pöntunarferli. Einnig voru SEO greiningartól innleidd til að hámarka sýnileika á netinu og fá dýrmæta innsýn í hegðun notenda síðunnar.

Niðurstaðan er vefkerfi sem bætir upplifun viðskiptavina um leið og það er í samræmi við stefnu Transgourmet í vörumerkjaþróun og rekstri.

FRÁ KÚNNANUM

"Faglegt og gott samstarf, þó vegalengdir skilji að..."

Mynd af Meline Ebbinghaus

„Faglegt og gott samstarf, þó vegalengdir skilji að. Sjálfbær tímastjórnun í þessu stóra alþjóðlega verkefni með flóknar kröfur. Gerum þetta gjarnan aftur :).“

Meline Ebbinghaus, Markaðsstjóri

HÁPUNKTAR

Sérsniðnar lausnir og full þjónusta

Hraði í framkvæmd

Við lögðum áherslu á skilvirkni án þess að fórna gæðum eða virkni, sem tryggði að vefverslunin var afhent á mettíma. Þetta gerði Niggemann kleift að mæta þörfum viðskiptavina sinna hratt með nútíma lausn.

Hýsing hjá Pantheon

Vefverslunin er hýst hjá Pantheon, öflugri hýsingarlausn sem veitir sveigjanleika, framúrskarandi áreiðanleika og öryggi, sem tryggir stöðugan rekstur.

Kynningar kort með ávaxta myndum á Niggemann vefsíðunni
Skjámynd af vörulista í Niggemann vefversluninni

Þjálfun fyrir starfsmenn

Regluleg þjálfun með kerfið gerði teymi Niggemann kleift að stjórna og uppfæra það eftir þörfum. Þetta sjálfstæði gefur þeim sveigjanleika til að aðlagast hratt breytilegum þörfum viðskiptavina.

Vinnuumhverfi vefstjóra

Notendavænt Drupal CMS kerfi var sérsniðið til að búa til vinnuumhverfi sem hentar vefstjórn Niggeman. Þetta gerir stjórnendum kleift að uppfæra efni, bæta við vörum og viðhalda virkni vefverslunarinnar án utanaðkomandi aðstoðar.

Skjámynd sem sýnir vörulýsingu: kjúklingabringur
Skjámynd sem sýnir „óskalista“ virkni í vefversluninni

SEO uppsetning

Skilvirkar SEO aðferðir voru innleiddar, þar á meðal uppsetning á “keywords”, lýsigögn voru sett upp um leið og efni síðunnar var bætt. Þessar aðgerðir juku sýnileika og stöðu vefsins verulega, sem leiddi til aukinna organic heimsókna.

Innleiðing mælinga

Öflug mælitæki voru sett upp inn til að veita innsýn í hegðun viðskiptavina og frammistöðu vefsins. Þessi gögn hjálpa Niggemann að bæta síðuna stöðugt og taka upplýstar viðskiptalegar ákvarðanir.

Skjámynd sem sýnir fjölbreytt úrval kjötvara
Skjámynd sem sýnir „innkaupakörfu“ með kostnaði
AF HVERJU DRUPAL?

Nýting á kostum opins hugbúnaðar

Sem hluti af Transgourmet-samstæðunni áttaði Niggemann sig á kostum þess að nota Drupal til að stjórna flóknu heildsölu dreifikerfi. Sveigjanleiki kerfisins, háir öryggisstaðlar og víðtækir samþættinga möguleikar gerðu Drupal að fullkomnu vali fyrir þróun á eigin B2B vefverslun og til að ná viðskipta markmiðum sínum.

Önnur verkefni

Vefverslanir Fjölsíðukerfi
Transgourmet matarvagnar við hliðina á vöruhúsi

Transgourmet - headless fjölsíðulausn

Þróun á fjölsíðulausn með Drupal og Commercetools til að bjóða viðskiptavinum og birgjum upp á bestu mögulegu þjónustu.

Vefverslanir
Kjúklinga korma með grænmeti á borðinu

Eldum Rétt - flókin e-commerce lausn

Decoupled Drupal e-commerce samþætt við React Native app til að tryggja einstaka upplifun viðskiptavina og sveigjanleika.