AuPairWorld - alþjóðlegt au pair platform
ÁSKORUNIN
AuPairWorld, stærsta vefsíða í heimi fyrir au pair og fjölskyldur, þurfti tæknilega uppfærslu til að bæta notendaupplifun og auðvelda samskipti milli au pair og fjölskyldna um allan heim. Flutningur yfir í “aðskilið” ( e. decoupled) kerfi var lykillinn að því að bæta virkni og sveigjanleika en skapaði áskoranir vegna mikillar umferðar á síðunni ásamt þörf á að vernda viðkvæm gögn notenda. Vefsíðan var einnig endurhönnuð til að uppfylla nútíma aðgengisstaðla. Mikilvægt var allar tæknilegar uppfærslur myndu ekki trufla þjónustu við notendur.
LAUSNIN
Stefnumarkandi endurskipulagning á kerfisarkitektúrnum, þar sem vefsíða og samskiptavettvangur voru aðskilin, bætti afköst og tryggði betri skalanleika fyrir frekari þróun. Sérsmíðað React-forrit með öruggum rauntímaskilaboðum eykur virkni og samskipti milli notenda. Samhliða þessum tæknilegu uppfærslum var hönnun vefsíðunnar endurgerð og skilaði hún fersku og aðgengilegu viðmóti í samræmi við alþjóðlega aðgengisstaðla. Þetta tryggir að síðan sé áfram aðgengileg öllum notendum, sem er lykilatriði fyrir vef sem ætlað er að tengja fólk um allan heim.
ÚTKOMAN
Au pair og fjölskyldur sem vantar au pair geta skráð sig á síðunni, notað sérhannað leitartól og fengið persónulegar tillögur að “mötchum” byggðar á þeirra forsendum, sem gerir ferlið hraðara og skilvirkara. Auka virkni er í boði fyrir premium notendur sem hvetur til áskriftar að þessari þjónustu og eykur tekjur AuPairWorld. Með nútímalegri, aðgengilegri hönnun og endurskipulögðum kerfis arkitektúr er vefsíðan nú fljótvirkari í notkun og í raun fullkominn samskiptamiðill, þar sem háþróuð samskiptatól sameinast góðri hönnun til að skapa einstaka notendaupplifun fyrir alþjóðlegan markhóp.
AuPairWorld
AuPairWorld er leiðandi vettvangur á heimsvísu fyrir au pair og fjölskyldur og hefur þúsundir virkra notenda. Fyrirtækið var stofnað árið 1999 og hefur gjörbreytt því hvernig au pair-ráðningar fara fram með því að leggja áherslu á sjálfstæða leit og veita notendum sem sækja um viðeigandi upplýsingar.
Upprunalegi vefurinn hefur þróast í fullkominn samskipta- og pörunar vettvang. Með persónulegum tillögum að prófílum og ítarlegum leiðbeiningum fyrir hvert land gerir hann ráðningarferlið einfaldara og býður jafnframt upp á úrræði varðandi samninga, vegabréfsáritanir og tryggingar. Með tungumála valmöguleikum, víðtæku alþjóðlegu neti og reglulegri yfirferð prófíla er AuPairWorld traustur kostur fyrir þá sem leita að sveigjanlegum au pair-tækifærum og áreiðanlegum samskiptaleiðum milli au pair og fjölskyldna.

Stefnumarkandi aðskilnaður kerfa og aukin virkni
AuPairWorld vefurinn hefur stöðugt þróast frá upphafsútgáfu árið 1999 og vaxið í að verða stór vettvangur sem tengir saman fjölskyldur og au pair um allan heim. Til að halda áfram að þróa nýungar og bjóða upp á betri virkni þurfti AuPairWorld að endurnýja bakendakerfið sitt og uppfæra tæknistaflann.
Fyrsti þróunarfasinn fól í sér flutning frá Drupal 7, sem var flókið verkefni þar sem flytja þurfti efni úr ýmsum eldri kerfum. Þar sem vefurinn er mikið sóttur, með þúsundir virkra notenda, var lykilatriði að tryggja gagnaöryggi, örugg samskipti og enga niðurtíma. Flutningnum lauk farsællega án truflana.
Í næsta áfanga var framkvæmd stefnumarkandi endurskipulagning á kerfis arkitektúrnum með því að aðskilja vefinn og samskipta vettvanginn. Áður deildu bæði kerfin sameiginlegri tæknigrunnstoð, sem gerði allar breytingar flóknar og háðar. Með aðskilnaði er nú hægt að stjórna þeim og stækka hvort fyrir sig óháð hinu. Samtenging með “einnar” innskráningar lausn tryggir hnökralausa upplifun notenda.
Nýrri virkni var bætt við til að hvetja til ábyrgrar notkunar, auka virkni notenda og bæta notagildi. Heildar endurnýjun hönnunar skilaði aðgengilegra og notendavænna viðmóti, með bættri stjórnborðslausn og betri leitarsíum sem auðvelda notendum að finna réttan einstakling og fjölskyldur.Önnur ný virkni, þar á meðal spjall í rauntíma, hefur umbreytt AuPairWorld í fullkominn vettvang samskipta.
Skipulag bakenda gagna
Ráðist var í ítarlega hreinsun á bakenda gögnum til að auka sveigjanleika og einfalda ferla. Nú getur þetta leiðandi Au pair kerfi aðlagað eiginleika sína að breytilegum þörfum notenda.
1xHÝSING
Hýsingu er stjórnað af 1xINTERNET á Google Cloud Platform, sem er frábær lausn fyrir vefsíðu með mikla umferð eins og AuPairWorld þar sem hún er sveigjanleg og getur tekið á sig umferða toppa. Við bjóðum einnig AuPairWorld upp á fulla 24 tíma þjónustu.
Vernd fyrir óæskilegu efni
Snjallar mynd- og texta síur tryggja öryggi fyrir notendur AuPairWorld með því að skanna eftir óviðeigandi eða móðgandi myndum og merkja óviðeigandi texta sem brjóta í bága við notkunarreglur.
Staðreyndir um AuPairWorld vefsíðuna
Frá því að ný vefsíða AuPairWorld var sett í loftið hafa afköst og þátttaka notenda aukist til muna. Ákveðið var að aftengja opinbera vefsíðu samtakanna frá samskiptakerfinu og hefur það bætt hraðann í spjallinu og gert pörun (matching) fyrir au pair og gistifjölskyldur mun skilvirkari.
"Þökk sé 1xINTERNET, gátum við sett nýja síðu í loftið..."

“Við höfum tengt saman au pair og fjölskyldur á netinu síðan 1999. Þökk sé 1xINTERNET gátum við sett í loftið nýjan vef á nokkrum tungumálum byggðan á nýjum tæknilegum grunni. Þetta gerir okkur kleift að geta haldið áfram að þróa AuPairWorld fyrir viðskiptavini okkar."
Heike Fischer, Forstjóri, AuPairWorld
Virkni fyrir bætta notendaupplifun
Ný virkni og einföldun við að senda skilaboð voru hönnuð til að stuðla að betri og hraðri samskiptum, tryggja öryggi notenda og auðvelda notkun á síðunni. Fullur aðgangur er aðeins í boði fyrir au pair og premium notendur, því er hvetjandi fyrir fjölskyldur að uppfæra í Premium aðild, sem eykur tekjur AuPairWorld.

Persónuleg tenging
Vefsíða AuPairWorld býður upp á afar persónulega upplifun af pörun einstaklinga og fjölskyldna og gerir notendum kleift að finna betri samsvörun með snjöllum og gagnvirkum leitaraðgerðum. Öflugar síur sem endurspegla einstaklingsbundnar óskir leiða notendur að viðeigandi samsvörun á persónulegu stjórnborði þeirra. „EasyFind“ eiginleikinn, knúinn áfram af Elasticsearch, styður hraða gagnavinnslu og sveigjanlega pörunar rökfræði. Skráðir notendur fá daglegar tilkynningar um hentuga samsvörun byggða á persónulegum kröfum þeirra.


Góð skilaboðaþjónusta sem hvati fyrir vöxt Premium aðildar
Til að búa til hnökralaust spjall kerfi fyrir notendur þróuðum við sérsmíðað kerfi sem er auðvelt í notkun og býður upp á alla þá virkni sem vænst er af nútímalegu samskipta kerfi. Spjall kerfi AuPairWorld er gott dæmi um notkun á Drupal og okkar sérsmíðuði tækni, sem skilar virkni sem fer fram langt fram úr væntingum.
Notendur sem eru ekki með premium aðild hafa aðgang að „ ísbrjóts eiginleika“ sem býður upp á val á fyrirfram skrifuðum textum sem þeir geta sent í takmörkuðu magni. Til að fá fullan aðgang og geta nýtt sér skilaboða virkni sem best eru notendur hvattir til að gerast Premium meðlimir. Að geta séð virknina af því sem Premium virkni býður uppá er mikil hvatning fyrir notendur til að uppfæra sig. Innleiðing þessarar tækni var stefnumarkandi ákvörðun sem ekki aðeins bætti notendaupplifun, heldur einnig stuðlaði að vexti AuPairWorld með því að laða að fleiri premium notendur.


Háþróuð virkni og vernd fyrir notendur AuPairWorld
Með premium aðild geta notendur haft samband hvorn við annan með öruggu skilaboða kerfi. Þessi háþróaða þjónusta líkir eftir þekktum skilaboða forritum eins og WhatsApp, sem auðveldar tengsl milli au pair og fjölskyldna. Öll samskipti eru skráð innan vefsíðunnar, og tilkynningar í formi pósts og áminninga eru sendar til að tryggja að notendur missi ekki af mikilvægum skilaboðum. Að auki er hægt að merkja ákveðnar samræður með „stjörnum“ sem gerir notendum kleift að forgangsraða áhugaverðustu prófílunum.
Á síðunni er lagt upp með vernd á efni og gögnum fyrir notendur þar sem öll skilaboð fara fram innan síðunnar. Myndasíur greina og merkja óviðeigandi myndir áður en þær eru hlaðnar upp á prófíla notenda, og eiginleiki var innleiddur sem kemur í veg fyrir að notendur sendi símanúmer, sem á að auka öryggi notenda.


Nútímalegt og aðgengilegt útlit fyrir alþjóðlegan samskiptaportal
Endurhönnuð vefsíða AuPairWorld styrkir stöðu sína sem háþróaður alþjóðlegur samskiptaportall með því að sameina ferskt útlit við faglegt viðmót. Hönnunin heldur vörumerki fyrirtækisins í sessi á meðan hún uppfyllir alþjóðlega aðgengisstaðla. Nýja hönnunin gengur þó lengra en að uppfylla reglugerðir; hún endurspeglar skuldbindingu AuPairWorld til að tryggja stafræna upplifun fyrir öll og tryggir um leið stöðu fyrirtækisins sem leiðtogi á sínu sviði.
Skipulögð gögn fyrir sveigjanleika
Drupal var góð valkostur fyrir þetta verkefni vegna mikils sveigjanleika kerfisins og vegna aðlögunarhæfni að flókinni virkni sem krafist er af vefsíðu eins og AuPairWorld. Áherslan á strúktúreruð gögn, þar sem Drupal hefur algert forsko, var eitt af aðal kostunum endurgerð síðunnar. Í ljósi ánægju og árangurs AuPairWorld með Drupal 7 var rökrétt ákvörðun að halda áfram að þróa vefinn í Drupal og uppfæra í nýjustu útgáfu.
Önnur verkefni

Maggi.de - árangursrík endurstaðsetning
