Ekki eru allar “villur” í raun villur

5 min.
Tveir bros­andi ein­sta­kling­ar að gefa hvor öðrum “fimmu” annar bendir á hugbúnaðarvillu

Ímyndaðu þér þessar aðstæður. Þróunarteymi hefur nýlega þróað og afhent mikilvæga virkni fyrir netverslunina þína. Notendur geta nú síað vörur eftir mörgum skilyrðum og fyrstu prófanir gengu vel. En þremur dögum eftir kynningu er þjónustuverið að bugast yfir kvörtunum. "Leitin er biluð!" tilkynna þau. "Hún sýnir ekki niðurstöðurnar sem við bjuggumst við!"

Hljómar þetta kunnuglega? Þessar aðstæður koma oft upp í hugbúnaðarverkefnum um allan heim. Algengustu viðbrögðin eru að merkja þetta sem "villu" og krefjast bráðrar lagfæringar. En hér verða hlutirnir áhugaverðir um leið og að góð verkefnastjórnun skiptir öllu máli.

Er þetta í alvörunni villa?

Það er alveg skiljanlegt að viðskiptavinir merki óvænta eða óæskilega virkni sem villur. Hins vegar getur rétt flokkun eða greining komið í veg fyrir að vitlaust starfsfólk sé dregið að borðinu, fjármagni er betur varið og hægt er að komast hjá pirringi þeirra sem koma að verkefninu. Hjá 1xINTERNET höfum við lært, að það að stíga skref til baka til að greina málin rétt sparar öllum tíma, peninga og pirring.

Sérhver "villa" fellur í raun í einn af fjórum eftirfarandi flokkum:

Galli: Hugbúnaðurinn virkar virkilega ekki eins og hann var hannaður. Þetta er sönn villa þar sem kóðinn tekst ekki að framkvæma ætlaða virkni rétt.

Beiðni um virkni: Hugbúnaðurinn virkar nákvæmlega eins og hann var hannaður, en viðskiptavinurinn þarf viðbótar virkni eða aðra virkni sem var ekki hluti af upprunalegu verkefna plani.

Tenging við önnur kerfi: Villan stafar af þjónustu þriðja aðila, API eða ytri þjónusta sem er utan beinnar stjórnar þinnar. Kannski greiðslugátt sem er með niðurtíma eða reiknir sem áætlar sendingar skilar óvæntum niðurstöðum.

Vandamál við notkun: Hugbúnaðurinn virkar rétt, en notendur þurfa leiðbeiningar, þjálfun eða skjöl til að nota hann á skilvirkan hátt.

Að gera greinarmun þá þessu er ekki bara fræðilegur hlutur. Það er mikilvægt fyrir skilvirka verkefnastjórnun og stjórnun á fjármagni.

Tafla yfir fjórar gerðir hugbúnaðarvilla: galli, virkni, tenging við önnur kerfi, notkun

Flokkunin skiptir á endanum máli

Fyrir verkefnastjóra og þá sem bera ábyrgð á fjármálum verkefna hefur rétt flokkun bein áhrif á hvernig þú skipuleggur verkefnið, notar tíma starfsfólks og átt samskipti við hagsmunaaðila. Þegar þú lætur vita að verkefnið sé með  "12 villur," þá gefur það allt aðra mynd en að segja "3 gallar, 6  beiðnir um nýja virkni, 2 mál tengd ytri tengingum og 1 mál tengt  þjálfun."

Nákvæm flokkun hefur áhrif á nokkra mikilvæga þætti verkefnisins:

Fjárhags áætlun: Gallar falla venjulega undir ábyrgðar- eða viðhaldskostnað, á meðan beiðnir um nýja eiginleika krefjast fjármagns fyrir nýrri þróun. Utanaðkomandi háðir þættir geta krafist samningaviðræðna við birgja, og vandamál tengd notkun kalla á fjármagn til þjálfunar eða gerða skjala um notkun.

Tímastjórnun: Raunverulegur galli gæti þurft tafarlausa athygli, á meðan beiðnir um nýja eiginleika má forgangsraða ásamt öðrum endurbótum. Vandamál tengd utanaðkomandi háðum þáttum krefjast allt annarra ferla.

Samskipti við hagsmunaðaila: Framkvæmdastjórnin mun bregðast mjög ólíkt við þegar sagt er „Okkur finnast vanta nokkra eiginleika“ eða þegar sagt er „Kóðinn okkar inniheldur alvarlega galla.“ Rétt flokkun og útskýring byggir upp traust og sýnir faglega verkefnastjórnun.

Tveir menn ræða um stig lágmarks útgáfu (MVP) með tákn af hjólabretti, hlaupahjóli og bíl

Raunveruleiki “agile” aðferðarinnar og stefnumiðað gæðaeftirlit

Í agile þróun leggjum við meðvitað áherslu á að afhenda lágmarksvirkni fyrst. Þetta þýðir að sumir eiginleikar sem þú gætir búist við samkvæmt hönnun eru einfaldlega ekki til staðar strax. Líkt og í MVP aðferðafræðinni forgangsröðum við þeim eiginleikum sem hafa mest áhrif, innan fjárhagsramma viðskiptavinarins.

Hér er mótsagnakennd staðreynd fyrir þá sem bera ábyrgð á fjárhagsáætlunum: Stundum er hagkvæmara að greiða fyrir vinnu til að laga eina villu, en að reyna að koma í veg fyrir allar villur með víðtæku gæðaeftirliti. Ef þú þróar 10 hluti og uppgötvar einn galla, er oft skilvirkara að lagfæra það tiltekna atriði heldur en að framkvæma ítarlegt gæðaeftirlit á öllum 10 hlutunum frá upphafi.

Þessi stefnumiðaða nálgun gerir þér kleift að afhenda virði hraðar, á sama tíma og gæðin eru tryggð þar sem þau skipta mestu máli. Hjá 1xINTERNET einbeitum við okkur að ítarlegum prófunum á mikilvægustu virkni, en tökum því jafnframt að minni háttar vandamál geti komið upp í síður mikilvægum hlutum.

Þrír teiknaðir einstaklingar fagna með höndum á lofti  og konfettí

Ferlar og samskipti láta hlutina ganga upp

Árangursrík flokkun “vandamála” byrjar með samkomulagi frá byrjun um hvernig mismunandi tegundir mála séu meðhöndluð. Þetta felur í sér að skilgreina hvað telst gallað viðmót eða ný beiðni, ákvarða svartíma og skýra ábyrgð á fjárhagsáætlun fyrir hvern flokk.

Árangursríkustu verkefnin hafa þessa ferla skýra strax í byrjun verkefnis. Bíðið ekki eftir fyrstu „villuskýrslu“ til að ræða þetta. Byggið ferla fyrir flokkun álitamála inn í verkefnaáætlun ykkar frá fyrsta degi.

Hjá 1xINTERNET höfum við komist að því að sterkt samstarf byggjast á skýrum samskiptum og gagnkvæmu skilningi. Þegar verkefnastjórar skilja hvers vegna ákveðin virkni var ekki innifalin í upphafi, og þegar þróunarteymi skilja viðskiptalegan áhrifamátt mismunandi atriða, ganga verkefni hraðar og fjárhagsáætlanir standast.

Markmiðið er ekki að útrýma öllum mögulegum álitamálum, heldur snýst þetta um að meðhöndla óhjákvæmileg mál á skilvirkan og gagnsæjan hátt. Með flokkunarkerfi á sínum stað getur það sem í fyrstu virðist vera „biluð“ virkni orðið tækifæri til að sýna faglega verkefnastjórnun og byggja upp sterkari viðskiptasambönd við viðskiptavini.

Viltu innleiða flokkun eins og hér er rædd í þínu næsta verkefni? Teymin okkar sérhæfa sig í að byggja traust samband við viðskiptavini sem leggur áherslu á skýr samskipti og skilvirka nýtingu auðlinda. Hafðu samband til að ræða hvernig við getum hjálpað þér með þitt verkefni.

Fleiri greinar

Ítarefni

Tryggðu heilbrigði hugbúnaðar með endurmati á hugbúnaði

Mælitæki með mismunandi andlits svipbrigður sem sýnir tilfinningar við endurgjöf

Kynntu þér hvernig reglulegt endurmat á hugbúnaði er nauðsynlegt til að tryggja langtíma árangur...

5 min.
Knowledge base

Understanding software estimates: why "one day" isn't just one day

A man is holding a tablet with the symbol of a stopwatch on it

Ever wondered why software projects take longer than estimated? Join Sarah and Mike in their office...

5 min.