Alþjóðadagur krabbameins - skalanlegt hýsingar platform
ÁSKORUNIN
Alþjóðadagur krabbameins er árlegur viðburður sem miðar að því að auka vitund um krabbamein á heimsvísu. Til að tryggja þetta þarf vefsíðan að virka hnökralaust þar sem mikil umferð er á vefnum í aðdraganda og á daginn sjálfan.
LAUSNIN
Alþjóðlega uppsett og skalanlegt hýsingarkerfi sem höndlar mikið álag og getur svarað mörgum fyrirspurnum samtímis á annatímum. Uppfært útlit á síðunni eykur þátttöku gesta og nær betur fólks frá öllum heimshornum.
ÚTKOMAN
Nútímalegt útlit, aðgengilegt efni fyrir notendur um allan heim og þættir eins og sérsniðin plakatagerð, viðburðadagatal og gagnvirkt kort auka þátttöku notenda. Traust hýsing tryggir hnökralausa upplifun á Alþjóðadegi krabbameins þegar heimsóknum fjölgar verulega.
Alþjóðasamtök um baráttu gegn krabbameini (UICC)
Alþjóðadagur krabbameins (e. World cancer day) er átak undir forystu Alþjóðasamtaka um baráttu gegn krabbameini (UICC) og fer fram á hverju ári þann 4. febrúar á heimsvísu. Markmið dagsins er að vekja athygli á krabbameini og fræða almenning um lífsstílsbreytingar sem geta dregið úr hættu á sjúkdómnum. Frá árinu 2020 hefur 1xINTERNET unnið með UICC við þróun og viðhald á vefsíðunni. Þessi vinna gegnir mikilvægu hlutverki við að efla og auka útbreiðslu átaksins á heimsvísu.

Vettvangur til að efla sameiginlegar aðgerðir
1xINTERNET hefur unnið með UICC síðan 2020 og hefur stöðugt unnið að þróun World Cancer Day og aðal vefsíðu samtakanna, UICC. Vefsíða World Cancer Day hefur mikið notagildi og mörg úrræði fyrir þá sem skoða síðuna en hún leggur áherslu á ýmsa þætti til að auka vitund um krabbamein. Í aðdraganda og á Alþjóðadegi krabbameins hefur síðan ýmis verkfæri til að styðja við fólk sem vill skipuleggja viðburði og taka þátt. Alþjóðleg barátta gegn krabbameini krefst sameiginlegra aðgerða, og vefsíðan gegnir þar mikilvægu hlutverki til að efla þátttöku almennings.

Alþjóðadagur krabbameins 2024 í tölum

Alþjóðadagur krabbameins átakið hjá UICC leitast við að efla þátttöku og byggja upp samfélagskennd með sameiginlegum aðgerðum og hvetja fólk um allan heim til að vera með í baráttunni. Að notendur nýti sér eiginleika síðunnar skiptir sköpum í velgengni átaksins. Eins og sést á auknu niðurhali og virkri þátttöku þess sem skoða síðuna hefur það virkað. Ár eftir ár, eykst umferð um vefinn og notkun á efni. Vefsíðan er mikilvægur þáttur efla átakið áfram.
Aðgengilegt fjöltyngt efni
Flott hönnun til að bæta aðgengi þeirra sem nota vefinn er mikilvæg fyrir alþjóðlegt vefsvæði sem þarf að ná til sem flestra.
Aðskilin leitar-API
Aðskilin leitar-API hjálpar notendum að finna efni fljótt sem þeir þurfa, til að skipuleggja viðburði og aðgerðir.
Þátttaka á samfélagsmiðlum
Árið 2024 náði World Cancer Day yfir 750 milljónum skoðana með meira en 500.000 færslum sem birtar voru á samfélagsmiðlum. Búa má til sérsniðið efni fyrir samfélagsmiðla á síðunni sem auðveldar deilingu á samfélagsmiðlum.
"1xINTERNET - tekur það skrefinu lengra..."

„Ég vil færa 1xINTERNET hjartans þakkir fyrir óbilandi stuðning þeirra og sérfræðiþekkingu við worldcancerday.org. Teymið er ótrúlega snöggt að bregðast við og alltaf tilbúið að leggja sitt af mörkum með þekkingu sinni og ástríðu fyrir verkefninu. Við erum heppin að vinna með vefstofu sem gengur sannarlega skrefinu lengra fyrir okkur og í raun finnst okkur frekar eins og þau séu viðbót við teymið okkar í Genf.“
Charles Andrew Revkin, Senior Digital Strategy Manager, Union for International Cancer Control (UICC)
Stjórnun á mörgum beiðnum með skalanlegri hýsingu
Alþjóðleg kynning á síðunni leiðir til mikilla fjölda gesta í aðdraganda og á sjálfan Alþjóðadag krabbameins í febrúar. Til að ekkert megi megi út af bregða er sérstakt DevOps teymi á vakt sem fylgist með síðunni allan sólarhringinn. Sterkt innviði og skalanleg hýsingarlausn þýðir að við getum aðlagað okkur að áskorunum og vefsíðan getur tekist á við aukna umferð án þessa að þjónusta truflist.

Sérsniðin plakatagerð til að auka vitund um krabbamein
Gestir síðunnar geta búið til persónulegt plakat á World Cancer Day síðunni. Plakötin eru sérsniðin fyrir hvern og einn en tryggja samt að vörumerki World Cancer Day sé sýnilegt: Byggt með React, gerir þessi eiginleiki notendum kleift að hlaða upp myndum, bæta við texta og sjá strax hvernig útkoman verður. Einnig er hægt að búa til sérsniðnar færslur fyrir samfélagsmiðla allt með vörumerki World Cancer Day. Þessu má deila á auðveldan hátt á samfélagsmiðla til að efla vitundarvakningu um krabbamein.
Verkfærakistan
Verkfærakistan ( e. Resource toolkit) er mikil hjálp fyrir notendur við undirbúning og skipulagningu viðburða á World Cancer Day. Það veitir nauðsynlegar upplýsingar, innblástur og hagnýtar leiðbeiningar til að styðja við skipuleggjendur viðburða.

Viðmótsvænt kort sem sýnir viðburði
Viðmótsvænt kort sýnir krabbameins tengda viðburði og starfsemi sem fer fram um allan heim. Staðbundin krabbameinssamtök og samfélög geta bætt við eigin viðburðum, bæði rafrænum og í raunheimum og gestir geta auðveldlega skoðað alla þá starfsemi sem fer fram víða um heim.

Dýnamískt Scrollytelling til að auka þátttöku notenda
Scrollytelling einingar skapa dýnamíska notendaupplifun og hvetja notendur til að hafa samskipti og skrolla vefinn. Þessar einingar eru sameinaðar Lottie myndbandsgrafík, sjónrænt aðlaðandi myndskreytingum sem bæta upplifunina fyrir notendur.


Sögur sem sameina og skapa samfélag
Sögur eru hluti af síðunni sem tekur saman persónulegar sögur um krabbamein og deilir öflugum skilaboðum um von sem ætlað er til að hvetja þá áfram sem hafa beint eða óbeint átt við sjúkdóminn. Notendur geta brugðist við sögum með því að “líka” við þær, einnig eru notendur hvattir til að deila sínum eigin sögum. Auðvelt er fyrir notendur að deila sinni sögu, annað hvort í texta, myndbandi eða listaverki eftir ákveðnu ferli sem er sýnt á síðunni.
Kraftur Drupal í að meðhöndla mikið gagnamagn
Þetta verkefni sýnir hvernig er hægt að meðhöndla gögn og fjölbreytta þjónustu sem vefsíða byggð á Drupal getur sinnt. Vefsíðan sýnir að jafnvel á háannatímum, með gagnaflutningum sem fara yfir 135 gigabæt á klukkustund, framkvæmir Drupal það án vandræða. Nýir eiginleikar eins og scrollytelling, bætt efnisleit, bætt kort yfir viðburði og áhugaverðir listar af sögum skapa dýnamíska notendaupplifun og undirstrika að allt er hægt í Drupal.
Önnur verkefni

Alþjóðakrabbameinssamtökin
