3 tilnefningar til Splash Awards 2023

3 min.
3 tilnefningar til Splash Awards 2023

Splash Awards eru Óskarsverðlaun Drupal heimsins en þau eru ein af fáum verðlaunum sem veitt eru fyrir Drupal verkefni og eru þar af leiðandi afar eftirsótt. Á hverju ári hljóta framúrskarandi Drupal verkefni viðurkenningar fyrir nýsköpun og stafræna þróun. Frá árinu 2017 hafa verðlaunin verið haldin fyrir þýskumælandi lönd og síðan þá höfum við fengið tækifæri til að sýna fram á okkar þekkingu og nýsköpun.

Okkar tilnefningar

Eftirfarandi verkefni frá okkur voru tilnefnd í ár:

AVL - tilnefnd vefsíða

AVL.com - leiðandi tæknifyrirtæki flytur sig yfir í Drupal

AVL - eitt af leiðandi tæknifyrirtækjum heims, með rúmlega 11.000 starfsmenn - tók ákvörðun um að færa sig yfir í Drupal. Afrakstur verkefnisins var hraður og notendavænn vettvangur sem nýtir alla þá styrkleika sem Drupal hefur sem vefumsjónarkerfi.

Skoðaðu vefsíðu AVL

MAGGI - tilnefnd vefsíða

MAGGI.de - Drupal extension sem skapar ný markaðstækfæri

Maggi.de er framúrskarandi dæmi um stækkunarhæfni Drupal kerfisins, í þessu tilfelli úr einfaldri "uppskriftaleitarvél" í þjónustumiðaða matargátt. Þessu var náð með stöðugu viðhaldi, endurnýjun og þróun eiginleika.

Skoðaðu vefsíðu MAGGI

UICC - tilnefnd vefsíða

UICC.org - fyrir alþjóðlegt krabbameinseftirlit

Elstu og stærstu krabbameinssamtök heims, UICC, opnuðu nýja og betrumbætta vefsíðu. Verkefnið sker sig úr hvað varðar sýnileika á vefnum, gagnaöryggi, aðgengi, notagildi og bakenda samþættingu

Skoðaðu vefsíðu UICC

Þýsk-austurrísku Splash Awards verðlaunin

Splash Awards eru ekki aðeins viðurkenning fyrir framúrskarandi verkefni, heldur einnig tækifæri til að mynda tengsl, tala um nýjustu strauma í vefþróun og hönnun og fagna bestu lausnunum.

Og sigurvegarinn er…

Í ár verða Splash Awards afhent þann 10. nóvember í Mannheim, Þýskalandi. Líkt og áður erum við spennt að sýna afrakstur okkar vinnu og vonumst eftir góðum árangri í ár. Við óskum öllum tilnefndum til hamingju og hlökkum til að skiptast á hugmyndum við aðra Drupal sérfræðinga.

Sigurvegararnir okkar í fyrra

Fjölsíðukerfi
Grænt tún með Dísarunnum

Schwabe Group - miðlægt fjölsíðukerfi

Fjölsíðukerfi (e. multisite solution) veitir góða yfirsýn og miðlæga stjórnun allra vefsíða, það dregur úr kostnaði, og auðveldar samræmt útlit milli...

Vefverslanir Fjölsíðukerfi
Transgourmet matarvagnar við hliðina á vöruhúsi

Transgourmet - headless fjölsíðulausn

Þróun á fjölsíðulausn með Drupal og Commercetools til að bjóða viðskiptavinum og birgjum upp á bestu mögulegu þjónustu.

Vefverslanir
Skip á siglingu um Bodenvatn

BSB - headless e-commerce

Sérstilling og hámarksafköst með Drupal: notendamiðuð vefsíða með samþættu headless e-commerce kerfi til að auka sölu á netinu.

Fleiri greinar

News

Winners of the Splash Awards 2023

The Maggi trophy, photographed by Jonas Neugebauer

Another year of success. 1xINTERNET has once again impressed the jury with its innovative solutions...

2 min.
Fréttir

1xINTERNET vinnur til Splash Awards verðlauna 2022

The 1xINTERNET winning team at the Splash Awards Germany Austria 2022

1xINTERNET á þýsku og austurrísku Splash Awards verðlaunahátíðinni. Við unnum fyrstu verðlaun í...

4 min.